Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 216 svör fundust

Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?

Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...

Nánar

Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?

Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu. Náttúrulegir gullfiskar eru ...

Nánar

Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?

Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ása...

Nánar

Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk?

Þessi spurning er af þeirri gerð sem sumir mundu svara með setningum eins og "Af því bara" eða með spurningu á móti: "Af hverju ekki?" En þegar betur er að gáð er vert að fara um hana nokkrum orðum. Við spyrjum venjulega út í hlutina þegar eitthvað kemur okkur á óvart, er öðruvísi en við héldum að það væri. Það...

Nánar

Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?

Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar. Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars ...

Nánar

Hvað er afstæðiskenningin?

Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: Ef A og B eru tveir menn sem hreyfast innbyrðis með föstum hraða þá er ó...

Nánar

Hvað er absúrdismi?

Heitið absúrdismi er dregið af latneska lýsingarorðinu absurdus og skírskotar til þess sem talið er fjarstæðukennt eða fáránlegt, en algengt er að absúrdismi sé kenndur við fáránleika á íslensku. Hugtakið er komið úr umræðum um nútímabókmenntir og heimspeki og lýsir afstöðu mannsins til heimsins eftir að trúarleg ...

Nánar

Hvenær var Einstein uppi?

Albert Einstein fæddist 14. mars 1879 í bænum Ulm í Bæjaralandi, Þýskalandi, og lést 18. apríl 1955 í Princeton, Bandaríkjunum. Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og lei...

Nánar

Hvernig uppgötvuðust svarthol?

Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....

Nánar

Hversu mikið er vitað um heimspekinginn Díógenes í tunnunni?

Díógenes hundingi er eflaust meðal frægari heimspekinga Grikklands hins forna. Ýmsum sögum fer af honum í fornum heimildum en heimildirnar eru ekki alltaf traustar. Í raun er vitneskja okkar um Díógenes og heimspeki hans fremur rýr. Meginheimild um Díógenes er ævisaga hans sem rituð var af Díógenesi Laertíosi (...

Nánar

Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?

Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...

Nánar

Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?

Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu. Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mann...

Nánar

Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?

Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...

Nánar

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

Nánar

Fleiri niðurstöður